• guesthouse - skeið lodge

prev next

Í botni Svarfaðardals ertu í kyrrð og ró í faðmi Tröllaskagafjallana . Hér eru  óteljandi gönguleiðir, sem henta bæði byrjendum og fjallageitum. Fólk á hestum getur þrætt slóðir eins og Heljardalsheiði og fjallahjólamenn finna sitthvað við sitt hæfi. Á vetrum rætist draumur fjallaskíðamannsins hér, með mýmörgum ósnortnum brekkum, endalausir gönguskíðamöguleikar bíða þín ásamt upplifun alvöru vetrarmyrkurs, langt frá rafmagnsljósamengun þéttbýlisins. Þessir margbrotnu eiginleikar valda því að þótt staðurinn sé friðsæll er hann alltaf í hreyfingu! Hægt er að panta uppbúið rúm, svefnpokapláss eða tjaldstæði, hugsa sjálfur um mat í góðri eldhúsaðstöðu eða láta gestgjafann elda ofan í sig. Hentar fyrir einstaklinga, pör, hópa; veiðimenn, útivistarfólk, hestafólk, fuglaskoðara, jurtanornir og berjatínara, fjallahjóla- og skíðafólk!  

Fjósið og hlaðan hafa tekið stakkaskiptum og þjóna nú sem gistiaðstaða og/eða aðstaða fyrir menningartengdar uppákomur. Jólamarkaðurinn á Skeiði á aðventunni verður sífellt vinsælli og kemur fólki í jólaskap. Allskonar viðburðir aðrir eru hluti af menningartengdri ferðaþjónustu.
Staðurinn hentar tónlistarfólki, rithöfundum, myndlistarmönnum,
ljósmyndurum og m.fl..

Ættarmót og hópar í óvissuferðum hafa einnig bókað hjá okkur. Skoðið vefsíðuna okkar og hafið samband.

Contact

Skeið Lodge
621 Dalvík
Iceland
++ 354 4661636
++ 354 8667036

The Location

Guesthouse Skeid is a family-friendly lodging located off the beaten path in an idyllic valley on the Trollpeninsula.

Look where!

Quick Contact

Guesthouse Skeið 621 Dalvík - Iceland
++354 4661636
++354 8667036

Mail us

Social Media

You can find us on Facebook & Twitter.
Follow the Link, come & visit us there, and give us a like...

Visit us